Segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 16:11 Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segja stuðning stjórnvalda til þeirra skorta. Vísir/Vilhelm Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01
ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20
Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36