Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2020 04:18 Biden og Harris þegar sá fyrrnefndi ávarpaði stuðningsmenn þeirra í Wilmington í Delaware í nótt. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira