Piparkökur og sjónvörp seljast sem aldrei fyrr Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. nóvember 2020 20:02 „Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. VÍSIR/EGILL Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning hefur orðið í sölu á raftækjum í ár og hefur orðið mikil aukning í sölu á sjónvörpum. „Fólk er kannski meira fyrir framan skjáinn og það er bæði að endurnýja og fjölgan sjónvarpstækjum á heimilinu. Fólk er í rauninni að kaupa sér tíma fyrir framan skjáinn. Ég þurfi að gera það heima hjá mér, þar var bárátta um sjóvarpið þannig það þurfti að fjölga um eitt,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko. Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri hjá Elko segir að mikil aukning hafi orðið í sölu á nær öllum raftækjum. VÍSIR/EGILL Í raun sé aukning í sölu á flestum raftækjum hjá Elko. Sérstaklega sækir fólk í afþreyingu á borð við leikjatölvur og þá hefur netverslun tvöfaldast frá því í fyrra. Þá virðast jólin ætla að vera fyrr á ferðinni í ár en í Krónunni rjúka bökunarvörurnar úr hillunum. Ásókn í piparkökur er helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. „Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn. Þetta mál líka sjá á piparkökum og öðru sem við höfðum áætlað ákveðið magn en það var bara sprungið nánast á fyrsta degi,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra og netverslun hjá Elko hefur tvöfaldast. VÍSIR/EGILL „Þarna má sjá til dæmis úrvalskjöt og osta en samt í bland við ódýrari vörur. Við finnum það alveg að skórinn er farinn að kreppa á ýmsum stöðum og fólk er orðið meðvitaðar um verðlagningu kannski heldur en áður. Eftirspurnin frá viðskiptavinum er sú að nú viljum við bara vera heima og hafa það kósí,“ segir Ásta Sigríður. Þá hefur orðið mikil aukning í sölu á kaffivélum og kaffihylkjum hjá Elko. „Og það er væntanlega fólk er meira að vinna heima og kaffineyslan er að færast inn á heimilin,“ segir Arinbjörn. Ásta Sigríður bætir við að eftirspurn eftir skauti hafi aukist mjög mikið. „Eftir skrauti og ýmsu dóti til að hafa stemningu, hún hefur aukist mjög mikið.“ Verslun Neytendur Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning hefur orðið í sölu á raftækjum í ár og hefur orðið mikil aukning í sölu á sjónvörpum. „Fólk er kannski meira fyrir framan skjáinn og það er bæði að endurnýja og fjölgan sjónvarpstækjum á heimilinu. Fólk er í rauninni að kaupa sér tíma fyrir framan skjáinn. Ég þurfi að gera það heima hjá mér, þar var bárátta um sjóvarpið þannig það þurfti að fjölga um eitt,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko. Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri hjá Elko segir að mikil aukning hafi orðið í sölu á nær öllum raftækjum. VÍSIR/EGILL Í raun sé aukning í sölu á flestum raftækjum hjá Elko. Sérstaklega sækir fólk í afþreyingu á borð við leikjatölvur og þá hefur netverslun tvöfaldast frá því í fyrra. Þá virðast jólin ætla að vera fyrr á ferðinni í ár en í Krónunni rjúka bökunarvörurnar úr hillunum. Ásókn í piparkökur er helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. „Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn. Þetta mál líka sjá á piparkökum og öðru sem við höfðum áætlað ákveðið magn en það var bara sprungið nánast á fyrsta degi,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra og netverslun hjá Elko hefur tvöfaldast. VÍSIR/EGILL „Þarna má sjá til dæmis úrvalskjöt og osta en samt í bland við ódýrari vörur. Við finnum það alveg að skórinn er farinn að kreppa á ýmsum stöðum og fólk er orðið meðvitaðar um verðlagningu kannski heldur en áður. Eftirspurnin frá viðskiptavinum er sú að nú viljum við bara vera heima og hafa það kósí,“ segir Ásta Sigríður. Þá hefur orðið mikil aukning í sölu á kaffivélum og kaffihylkjum hjá Elko. „Og það er væntanlega fólk er meira að vinna heima og kaffineyslan er að færast inn á heimilin,“ segir Arinbjörn. Ásta Sigríður bætir við að eftirspurn eftir skauti hafi aukist mjög mikið. „Eftir skrauti og ýmsu dóti til að hafa stemningu, hún hefur aukist mjög mikið.“
Verslun Neytendur Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira