Piparkökur og sjónvörp seljast sem aldrei fyrr Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. nóvember 2020 20:02 „Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. VÍSIR/EGILL Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning hefur orðið í sölu á raftækjum í ár og hefur orðið mikil aukning í sölu á sjónvörpum. „Fólk er kannski meira fyrir framan skjáinn og það er bæði að endurnýja og fjölgan sjónvarpstækjum á heimilinu. Fólk er í rauninni að kaupa sér tíma fyrir framan skjáinn. Ég þurfi að gera það heima hjá mér, þar var bárátta um sjóvarpið þannig það þurfti að fjölga um eitt,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko. Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri hjá Elko segir að mikil aukning hafi orðið í sölu á nær öllum raftækjum. VÍSIR/EGILL Í raun sé aukning í sölu á flestum raftækjum hjá Elko. Sérstaklega sækir fólk í afþreyingu á borð við leikjatölvur og þá hefur netverslun tvöfaldast frá því í fyrra. Þá virðast jólin ætla að vera fyrr á ferðinni í ár en í Krónunni rjúka bökunarvörurnar úr hillunum. Ásókn í piparkökur er helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. „Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn. Þetta mál líka sjá á piparkökum og öðru sem við höfðum áætlað ákveðið magn en það var bara sprungið nánast á fyrsta degi,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra og netverslun hjá Elko hefur tvöfaldast. VÍSIR/EGILL „Þarna má sjá til dæmis úrvalskjöt og osta en samt í bland við ódýrari vörur. Við finnum það alveg að skórinn er farinn að kreppa á ýmsum stöðum og fólk er orðið meðvitaðar um verðlagningu kannski heldur en áður. Eftirspurnin frá viðskiptavinum er sú að nú viljum við bara vera heima og hafa það kósí,“ segir Ásta Sigríður. Þá hefur orðið mikil aukning í sölu á kaffivélum og kaffihylkjum hjá Elko. „Og það er væntanlega fólk er meira að vinna heima og kaffineyslan er að færast inn á heimilin,“ segir Arinbjörn. Ásta Sigríður bætir við að eftirspurn eftir skauti hafi aukist mjög mikið. „Eftir skrauti og ýmsu dóti til að hafa stemningu, hún hefur aukist mjög mikið.“ Verslun Neytendur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning hefur orðið í sölu á raftækjum í ár og hefur orðið mikil aukning í sölu á sjónvörpum. „Fólk er kannski meira fyrir framan skjáinn og það er bæði að endurnýja og fjölgan sjónvarpstækjum á heimilinu. Fólk er í rauninni að kaupa sér tíma fyrir framan skjáinn. Ég þurfi að gera það heima hjá mér, þar var bárátta um sjóvarpið þannig það þurfti að fjölga um eitt,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko. Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri hjá Elko segir að mikil aukning hafi orðið í sölu á nær öllum raftækjum. VÍSIR/EGILL Í raun sé aukning í sölu á flestum raftækjum hjá Elko. Sérstaklega sækir fólk í afþreyingu á borð við leikjatölvur og þá hefur netverslun tvöfaldast frá því í fyrra. Þá virðast jólin ætla að vera fyrr á ferðinni í ár en í Krónunni rjúka bökunarvörurnar úr hillunum. Ásókn í piparkökur er helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. „Við sjáum algjöran kipp núna í sölu á bökunarvörum og það er alveg ljóst að jólabaksturinn er hafinn. Þetta mál líka sjá á piparkökum og öðru sem við höfðum áætlað ákveðið magn en það var bara sprungið nánast á fyrsta degi,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra. Þrjátíu prósent aukning hefur orðið í sölu á öllum vörum í Krónunni miðað við árið í fyrra og netverslun hjá Elko hefur tvöfaldast. VÍSIR/EGILL „Þarna má sjá til dæmis úrvalskjöt og osta en samt í bland við ódýrari vörur. Við finnum það alveg að skórinn er farinn að kreppa á ýmsum stöðum og fólk er orðið meðvitaðar um verðlagningu kannski heldur en áður. Eftirspurnin frá viðskiptavinum er sú að nú viljum við bara vera heima og hafa það kósí,“ segir Ásta Sigríður. Þá hefur orðið mikil aukning í sölu á kaffivélum og kaffihylkjum hjá Elko. „Og það er væntanlega fólk er meira að vinna heima og kaffineyslan er að færast inn á heimilin,“ segir Arinbjörn. Ásta Sigríður bætir við að eftirspurn eftir skauti hafi aukist mjög mikið. „Eftir skrauti og ýmsu dóti til að hafa stemningu, hún hefur aukist mjög mikið.“
Verslun Neytendur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira