Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 17:54 Biden hefur góða ástæðu til að vera sigurviss. AP/Paul Sancya Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45