Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun og vonast flokkurinn til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar“.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum í dag milli klukkan 16 og 17.40 en á þeim tíma fer einmitt fram formannskjör. Þar er Logi Einarsson formaður einn í kjöri.
Fundurinn heldur síðan áfram í kvöld og á morgun. Kynnir er Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Dagskrá
- 16:00 Setningarathöfn
-
- Logi Einarsson formaður setur landsfund
- Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands heldur ávarp
- Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður heldur ávarp
- 16:15 Kjörskrá til formannskjörs lokar
- 16:30 Kosning til formanns hefst
-
- Skýrsla stjórnar, Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri
- Reikningar lagðir fram
- Farið yfir málefnastarf
- 17:30 Kjöri formanns lýst og niðurstöður kynntar