Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 11:38 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira