Liverpool goðsögn vill ekki að Diogo Jota byrji gegn Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 10:31 Diogo Jota kemur inn fyrir Roberto Firmino á meðan knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fylgist vel með. Getty/Andrew Powell Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90. Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90.
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira