Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:04 Anna Steinsen, fyrirlesari, á fundinum í dag. almannavarnir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira