Gat ekki lofað Jota byrjunarliðssæti þrátt fyrir þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 08:31 Diogo Jota fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir að hafa skorað þrennu gegn Atalanta í gær. getty/Emilio Andreoli Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30
Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00
Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49