Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson og körfuboltakonan Pálína Gunnlaugsdóttir eignuðust stúlku í gær. Stúlkan vó 13 merkur og mældist 43 sentímetrar.
„Þessi fallega og hrausta stúlka kom í heiminn í gær, rétt fyrir 11,“ skrifar Kjartan Atli á Twitter þar sem hann deilir mynd af nýfæddri dóttur sinni. „Pálína nálgaðist fæðinguna eins og enn einn úrslitaleikinn og stóð uppi sem sigurvegari eins og hún þekkir svo vel,“ bætir hann við en stúlkan hafi fengið „vinnuheitið Ljónið.“
Þessi fallega og hrausta stúlka kom í heiminn í gær, rétt fyrir 11. Hún var 13 merkur og 49 sentímetrar. Pálína nálgaðist fæðinguna eins og enn einn úrslitaleikinn og stóð uppi sem sigurvegari eins og hún þekkir svo vel.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) November 1, 2020
Litla stelpan okkar hefur fengið vinnuheitið Ljónið pic.twitter.com/k7mJXy1X1Y
Pálína er ein reynslumesta körfuboltakona landsins, spilaði lengi í úrvaldsdeild sem og með íslenska landsliðinu og Kjartan Atli starfar sem sjónvarpsmaður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Það er óhætt að segja að þau parið séu sérfræðingar í körfubolta en þau hafa bæði stýrt umfjöllun um Domino‘s deildir karla og kvenna í körfubolta.