„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:01 Víðir Reynisson. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira