Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta leik í markinu fyrir aðallið Arsenal á fimmtudaginn þegar liðið mætti Dundalk í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar gekk til liðs við Arsenal í sumar eftir tvö ár með Dijon í Frakklandi.
Rúnar hélt hreinu og stóð sig vel í fyrsta leik sem vannst 3-0. Hann viðurkennir að hann þurfi að venjast því að það sé aðeins minna að gera í markinu hjá Arsenal heldur en Dijon.
„Við erum mikið með boltann og það munu vera margir svona leikir. En þú verður að vera vakandi fyrir því að fá á þig eitt eða tvö skot og ég var frekar heppinn að þau komu í byrjun leiksins, það hélt mér á tánum,“ sagði Rúnar í viðtali við DailyMail.
„Þetta verður líklega svona í mörgum leikjum hjá Arsenal. Ég er stoltur af þessum áfanga (að þeyta frumraun með Arsenal) og stoltur af liðinu að landa góðum sigri. Allir leikir í Evrópu er erfiðir þannig þetta voru góð úrslit,“ sagði Rúnar Alex jafnframt.
Debut ✅
— Cannon Insider (@CannonInsider) October 30, 2020
Clean sheet ✅
Well done, @runaralex 👏 https://t.co/MzWvxbLCdO pic.twitter.com/Wm8Zub0hle