Johnson sagður íhuga útgöngubann Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 31. október 2020 10:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Simon Dawson Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32