„Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01