Hertar aðgerðir í Belgíu frá og með morgundeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2020 19:43 Samfélagslegar takmarkanir í Belgíu hafa verið hertar verulega. Jonathan Raa/NurPhoto via Getty Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum. Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum.
Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30
Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila