Hertar aðgerðir í Belgíu frá og með morgundeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2020 19:43 Samfélagslegar takmarkanir í Belgíu hafa verið hertar verulega. Jonathan Raa/NurPhoto via Getty Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum. Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum.
Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30
Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25