Hertar aðgerðir í Belgíu frá og með morgundeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2020 19:43 Samfélagslegar takmarkanir í Belgíu hafa verið hertar verulega. Jonathan Raa/NurPhoto via Getty Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum. Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum.
Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30
Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25