Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 14:00 Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Fjölnir að vera í fínum málum í Pepsi Max-deild karla. vísir/vilhelm Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55