Vaktin: Hertar aðgerðir kynntar í Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 10:05 Ráðherrabílar lagðir fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan níu, hálftíma fyrr en vanalega, þar sem minnisblað sóttvarnalæknis er á dagskrá. Vísir/vilhelm Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira