Starfsmenn Rio Tinto undirrituðu kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 09:10 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins. Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.
Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42