„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að almenningur þurfi að draga sig dálítið inn í skel næstu tvær vikur svo hægt sé að ná kórónuveirusmitum innanlands niður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira