Sagnfræðingar biðla til bóksala vegna nasistabókar Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 21:38 Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Sagnfræðingar gagnrýna mjög að henni sé stillt upp sem fræðibók og hvetja bóksala til þess að taka hana ekki í sölu. Bókatíðindi Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira