Sagnfræðingar biðla til bóksala vegna nasistabókar Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 21:38 Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Sagnfræðingar gagnrýna mjög að henni sé stillt upp sem fræðibók og hvetja bóksala til þess að taka hana ekki í sölu. Bókatíðindi Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira