Missti sig yfir Messi og líkti honum við Harry Potter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 15:31 Lionel Messi á ferðinni með boltann í sigri Barcelona á Juventus í gær. Getty/Valerio Pennicino Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira