„Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 12:08 Alma Möller, landlæknir, ítrekaði mikilvægi þess að allir hugi vel að sóttvörnum og forðist hópamyndun á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira