Ekki talin þörf á útgöngubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 10:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira