Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er ekki bjartsýnn fyrir framhaldi Íslandsmótsins í fótbolta eftir ummæli sóttvarnalæknis fyrr í dag.
Þetta kemur fram á íþróttavef RÚV í dag.
KSÍ hafði greint frá því að Íslandsmótin í knattspyrnu færu af stað að nýju í nóvember ef að takmörkum Almannavarna yrði aflétt. Eftir orð Þórólfs Guðnasonar í dag stefnir ekki í að það verði raunin. Guðni er því ekki bjartsýnn fyrir framhald Íslandsmótsins.
„Þetta á eftir að koma í ljós hvernig þessar aðgerðir verða þá á næstunni. Við bíðum bara og sjáum hvernig þær verða. Staðan er ekki góð, það er ljóst á sóttvarnalækni. Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur öll, samfélagið í heild,“ sagði Guðni við RÚV í dag.
Guðni segir að KSÍ hafi verið búið að biðja um undanþágu fyrir æfingar en nú veðri einfaldlega að bíða og sjá.