Biden, Trump og 73 milljónir Bandaríkjamanna búnir að kjósa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 22:40 Donald Trump og Joe Biden. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er búinn að kjósa í forsetakosningunum sem haldnar verða í Bandaríkjunum eftir tæpa viku. Gríðarlegur fjöldi samlanda hans er þegar búinn að kjósa, þar á meðal mótframbjóðandi hans og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem kaus á laugardaginn. „Jæja, ég var að kjósa,“ sagði Biden er hann ræddi við fjölmiðlamenn í heimabæ hans Wilmington í Delaware í Bandaríkjunum. Biden nýtti athyglina til þess að ræða um áætlanir sínar í heilbrigðismálum verði hann kjörinn forseti. Trump greiddi atkvæði í Flórída á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa „kosið mann að nafni Trump.“ Samkvæmt samantekt Washington Post hafa alls 73,3 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið í kosningunum. Athygli vekur að sú tala er um helmingur heildaratkvæða sem greidd voru í síðustu forsetakosningum þegar 139 milljónir Bandaríkjamanna nýttu kosningarétt sinn. Þá kusu um fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna áður en kjördagur rann upp. Þessi mikli fjöldi utankjörfundaratkvæða getur bent til þess að kjörsókn í komandi kosningum verði sú mesta í meira en heila öld. Þá er fjöldinn einnig talinn til marks um mikinn áhuga á baráttu þeirra Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, um embættið en líka að kjósendur vilji forðast að verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti á kjörstað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er búinn að kjósa í forsetakosningunum sem haldnar verða í Bandaríkjunum eftir tæpa viku. Gríðarlegur fjöldi samlanda hans er þegar búinn að kjósa, þar á meðal mótframbjóðandi hans og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem kaus á laugardaginn. „Jæja, ég var að kjósa,“ sagði Biden er hann ræddi við fjölmiðlamenn í heimabæ hans Wilmington í Delaware í Bandaríkjunum. Biden nýtti athyglina til þess að ræða um áætlanir sínar í heilbrigðismálum verði hann kjörinn forseti. Trump greiddi atkvæði í Flórída á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa „kosið mann að nafni Trump.“ Samkvæmt samantekt Washington Post hafa alls 73,3 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið í kosningunum. Athygli vekur að sú tala er um helmingur heildaratkvæða sem greidd voru í síðustu forsetakosningum þegar 139 milljónir Bandaríkjamanna nýttu kosningarétt sinn. Þá kusu um fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna áður en kjördagur rann upp. Þessi mikli fjöldi utankjörfundaratkvæða getur bent til þess að kjörsókn í komandi kosningum verði sú mesta í meira en heila öld. Þá er fjöldinn einnig talinn til marks um mikinn áhuga á baráttu þeirra Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, um embættið en líka að kjósendur vilji forðast að verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti á kjörstað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira