Jarðfræðingurinn Alma Gyða Huntingdon-Williams og rapparinn og fjölmiðlamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur undir listamannsnafninu Joey Christ, eiga von á barni í næsta mánuði.
„Mánuður í að litli homie mæti á svæðið,“ skrifar Jóhann Kristófer við mynd sem hann birti af parinu á Instagram í kvöld. Jóhann Kristófer hefur skipað sér sess í íslensku rapp-senunni en fyrr á árinu sendi hann frá sér plötuna Bestur. Þá var hann annar stjórnenda þáttanna Áttavillt sem sýndir voru á Stöð 2 í sumar.
Meðal þeirra sem sent hafa parinu heillaóskir með athugasemd við myndina á Instagram eru söngkonan Svala Björgvinsdóttir og tónlistarmennirnir Logi Pedro og Arnar Freyr Frostason.