Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 14:13 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00