Manchester United er draumaklúbbur Ísaks en ekki Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson er orðin andlit Norrköping liðsns og er hér að auglýsa keppnistreyju liðsins á Instagram síðu félagsins. Instagram/@ifknorrkoping Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira