Manchester United er draumaklúbbur Ísaks en ekki Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson er orðin andlit Norrköping liðsns og er hér að auglýsa keppnistreyju liðsins á Instagram síðu félagsins. Instagram/@ifknorrkoping Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira