„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 19:42 Jón Þór á hliðarlínunni í fyrri viðureign liðanna. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti