„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 19:42 Jón Þór á hliðarlínunni í fyrri viðureign liðanna. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32