Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 13:32 Stigið sem Ísland náði í gegn Svíþjóð fyrir mánuði gæti reynst afar dýrmætt, sama hvernig fer í kvöld. vísir/vilhelm Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01
„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01
„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00
Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01