Súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 10:31 Heung-Min Son og Harry Kane hafa fagnað mörgum mörkum saman á þessu tímabili en Tottenham er markahæsta liðið í deildinni. Getty/Andrew Boyers Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og enn á ný skoraði hann eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min í framlínu Tottenham hefur alltaf verið góð en hún hefur samt verið í öðrum klassa á þessu tímabili. Son Heung-min er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með átta mörk og Harry Kane er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða átta. Breska ríkisútvarpið tók saman tölurnar með þessu frábæra tvíeyki í framlínunni hjá Jose Mourinho. Son Heung-min and Harry Kane linked up yet again as Spurs moved up to fifth in the Premier League. https://t.co/7BYxbHWFN2 pic.twitter.com/etpFUTDDN9— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Harry Kane hefur alls komið með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex leikjum Tottenham með fimm mörkum og átta stoðsendingum en liðið hefur skorað samtals sextán mörk. Kane hefur því komið að 81 prósent marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu. Aldrei áður hefur leikmaður náð að koma með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og Son Heung-min er ekki langt á eftir því hann hefur komið að tíu mörkum með átta mörkum og tveimur stoðsendingum. Það er einkum súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru. Kane átti stoðsendinguna á Son í sigurmarkinu í gær en þeir hafa unnið saman í átta öðrum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Son and Kane combine for their 29th Premier League goal Only Drogba and Lampard have combined for more in Premier League history. pic.twitter.com/cc7rpcqYuF— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Harry Kane lagði upp fjögur mörk fyrir Son í 5-2 sigri á Southampton. Þeir lögðu upp mark fyrir hvorn annan í 6-1 sigrinum á Manchester United og endurtóku síðan leikinn í 3-3 jafnteflinu á móti West Ham. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min hefur því skilað Tottenham níu mörkum á þessu tímabili og báðir hafa þeir enn fremur komið að tíu mörkum eða meira í þessum fyrstu sex umferðum. Þegar við skoðum allan feril þeirra saman þá hafa þeir búið saman til 29 mörk fyrir Tottenham og nálgast þar met Didier Drogba og Frank Lampard sem bjuggu saman til 36 mörk fyrir Chelsea liðið á sama tíma. Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham) PL top scorer: Son Heung-Min Most assists: Harry Kane Top-scoring club: Tottenham pic.twitter.com/7u9r9bNMZc— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og enn á ný skoraði hann eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min í framlínu Tottenham hefur alltaf verið góð en hún hefur samt verið í öðrum klassa á þessu tímabili. Son Heung-min er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með átta mörk og Harry Kane er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða átta. Breska ríkisútvarpið tók saman tölurnar með þessu frábæra tvíeyki í framlínunni hjá Jose Mourinho. Son Heung-min and Harry Kane linked up yet again as Spurs moved up to fifth in the Premier League. https://t.co/7BYxbHWFN2 pic.twitter.com/etpFUTDDN9— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Harry Kane hefur alls komið með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex leikjum Tottenham með fimm mörkum og átta stoðsendingum en liðið hefur skorað samtals sextán mörk. Kane hefur því komið að 81 prósent marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu. Aldrei áður hefur leikmaður náð að koma með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og Son Heung-min er ekki langt á eftir því hann hefur komið að tíu mörkum með átta mörkum og tveimur stoðsendingum. Það er einkum súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru. Kane átti stoðsendinguna á Son í sigurmarkinu í gær en þeir hafa unnið saman í átta öðrum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Son and Kane combine for their 29th Premier League goal Only Drogba and Lampard have combined for more in Premier League history. pic.twitter.com/cc7rpcqYuF— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Harry Kane lagði upp fjögur mörk fyrir Son í 5-2 sigri á Southampton. Þeir lögðu upp mark fyrir hvorn annan í 6-1 sigrinum á Manchester United og endurtóku síðan leikinn í 3-3 jafnteflinu á móti West Ham. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min hefur því skilað Tottenham níu mörkum á þessu tímabili og báðir hafa þeir enn fremur komið að tíu mörkum eða meira í þessum fyrstu sex umferðum. Þegar við skoðum allan feril þeirra saman þá hafa þeir búið saman til 29 mörk fyrir Tottenham og nálgast þar met Didier Drogba og Frank Lampard sem bjuggu saman til 36 mörk fyrir Chelsea liðið á sama tíma. Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham) PL top scorer: Son Heung-Min Most assists: Harry Kane Top-scoring club: Tottenham pic.twitter.com/7u9r9bNMZc— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham)
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira