Maradona grínaðist með „Hendi guðs“ í tilefni sextugsafmælins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 08:31 Markið fræga sem Diego Maradona skoraði með hendi guðs á HM í Mexíkó 1986. Getty/Samsett Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020 HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira