Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 23:06 Eldsneytisverksmiðjan sem Statkraft, kísilmálmverksmiðjan Finnfjord og Carbon Recycling hyggjast reisa í Norður-Noregi verður 30 sinnum stærri en sú sem reist var við orkuverið í Svartsengi. Mynd/ONNO ehf. Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Það er liðin átta ár frá því Carbon Recycling reisti verksmiðju sína í Svartsengi, ekki síst til að flytja út hugvit frá Íslandi, með því að sýna umheiminum fram á að þetta væri hægt; að fanga koltvísýring frá iðnaði, í þessu tilviki frá orkuveri HS Orku, og breyta honum í metanól. Frá verksmiðju Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi.Vísir Þjóðverjar með stuðningi Evrópusambandsins voru fyrstir til að kaupa hugmyndina og hófu vorið 2019 að nýta koltvísýring kolaorkuvers við Köln til framleiðslu metanóls. Svíar eru að prófa sig áfram í Luleå með að nýta útblástur stálframleiðslu og einnig Kínverjar sem reisa núna stóra metanólverksmiðju í Hunan-héraði. Og núna hefur Carbon Recycling fengið Norðmenn í viðskiptamannahópinn, að sögn Benedikts Stefánssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar fyrirtækisins. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Norska ríkisorkufyrirtækið Statkraft og kísilmálmframleiðandinn Finnfjord ætla í samstarfi við Carbon Recycling að þróa verksmiðju í Norður-Noregi sem breytir koltvísýringi frá kísilmálmvinnslu í metanól. Áætlað er að norska eldsneytisverksmiðjan verði um þrjátíu sinnum stærri en sú í Svartsengi en áformunum er nánar lýst í fréttatilkynningu Statkraft, sem er hin norska Landsvirkjun. Ákvörðun um fjárfestinguna á að liggja fyrir eftir ár og er áformað að verksmiðjan taki til starfa eftir þrjú ár. Heildarfjárfesting er áætluð um 28 milljarðar íslenskra króna. Af þeim fjármunum áætlar Benedikt að einn til tveir milljarðar króna gætu runnið til Carbon Recycling en um 30 manns starfa núna hjá fyrirtækinu á Íslandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2014 um uppbyggingu Carbon Recycling í Svartsengi má sjá hér: Árið 2014 greindi Stöð 2 frá áformum um að nýta tæknina í kolaorkuveri í Þýskalandi: Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir sex árum voru rakin dæmi um nýsköpun sem sprottið hefur upp í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum: Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Noregur Grindavík Tengdar fréttir ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 1. júlí 2020 11:11 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Það er liðin átta ár frá því Carbon Recycling reisti verksmiðju sína í Svartsengi, ekki síst til að flytja út hugvit frá Íslandi, með því að sýna umheiminum fram á að þetta væri hægt; að fanga koltvísýring frá iðnaði, í þessu tilviki frá orkuveri HS Orku, og breyta honum í metanól. Frá verksmiðju Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi.Vísir Þjóðverjar með stuðningi Evrópusambandsins voru fyrstir til að kaupa hugmyndina og hófu vorið 2019 að nýta koltvísýring kolaorkuvers við Köln til framleiðslu metanóls. Svíar eru að prófa sig áfram í Luleå með að nýta útblástur stálframleiðslu og einnig Kínverjar sem reisa núna stóra metanólverksmiðju í Hunan-héraði. Og núna hefur Carbon Recycling fengið Norðmenn í viðskiptamannahópinn, að sögn Benedikts Stefánssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar fyrirtækisins. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Norska ríkisorkufyrirtækið Statkraft og kísilmálmframleiðandinn Finnfjord ætla í samstarfi við Carbon Recycling að þróa verksmiðju í Norður-Noregi sem breytir koltvísýringi frá kísilmálmvinnslu í metanól. Áætlað er að norska eldsneytisverksmiðjan verði um þrjátíu sinnum stærri en sú í Svartsengi en áformunum er nánar lýst í fréttatilkynningu Statkraft, sem er hin norska Landsvirkjun. Ákvörðun um fjárfestinguna á að liggja fyrir eftir ár og er áformað að verksmiðjan taki til starfa eftir þrjú ár. Heildarfjárfesting er áætluð um 28 milljarðar íslenskra króna. Af þeim fjármunum áætlar Benedikt að einn til tveir milljarðar króna gætu runnið til Carbon Recycling en um 30 manns starfa núna hjá fyrirtækinu á Íslandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2014 um uppbyggingu Carbon Recycling í Svartsengi má sjá hér: Árið 2014 greindi Stöð 2 frá áformum um að nýta tæknina í kolaorkuveri í Þýskalandi: Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir sex árum voru rakin dæmi um nýsköpun sem sprottið hefur upp í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum:
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Noregur Grindavík Tengdar fréttir ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 1. júlí 2020 11:11 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 1. júlí 2020 11:11
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24