Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00
Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12