Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði að Daninn Pierre-Emile Højberg hafi fengið viðurnefnið Zidane í hálfleiknum í 3-0 sigri Tottenham á LASK í Evrópudeildinni í gær.
Daninn var frábær í leiknum í gær og sást m.a. taka svokallaðan „Zidane snúning“ í tvígang rétt fyrir utan vítateig Tottenham. Það vakti mikla kátínu í búningsklefa Tottenam í hálfleik.
„Við vorum að hlægja að honum í hálfleik og vorum að kalla hann Zidane. Mjög vel gert en ekki gera þetta aftur, Pierre!“ sagði Mourinho léttur á blaðamannafundinum eftir leikinn.
Højberg hefur verið frábær eftir komuna til Lundúnarliðsins í sumar en hann kom frá Southampton. Mourinho reif upp fimmtán milljónir punda til að borga fyrir Danann og hann hefur heldur betur borgað það til baka.
„Hann er mjög góður leikmaður, mikill leiðtogi og fyrirliði án fyrirliðabands,“ sagði Mourinho eftir leikinn.
'We were calling him "Zidane" at half-time!'
— MailOnline Sport (@MailSport) October 23, 2020
Jose Mourinho jokes about Pierre-Emile Hojbjerg's brave double pirouette near his own penalty area https://t.co/PmQC6JzMfF