Umboðsmaður Özil segir Arteta ljúga að stuðningsmönnum Arsenal Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 18:00 Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar. vísir/getty Erkut Sogut, umboðsmaður Mesut Özil, vandar Mikel Arteta, stjóra Arsenal, ekki kveðjurnar í viðtali við ESPN. Umbinn sakar Arteta um að ljúga að stuðningsmönnum Arsenal. Özil hefur ekki leikið fyrir Arsenal síðan í mars, hann er ekki í leikmannahópi liðsins í Evrópudeildinni og heldur ekki í leikmannahópnum í úrvalsdeildinni. Hann mun því í fyrsta lagi spila leik í janúar. „Stuðningsmenn Arsenal eiga skilið hreinskilna útskýringu frá Arteta. Ekki að hann segi að honum hafi mistekist með Özil. Þér mistókst ekki með Özil; þér mistókst að vera hreinskilinn, heiðarlegur og gegnsær og að meðhöndla leikmanninn með virðingu sem er á samning og hefur verið traustur allan tímann,“ sagði Erkut. „Allir vita að meðhöndlunin hans hefur ekki verið sanngjörn. Hann gaf honum ekki möguleika á að sýna sig á þessari leiktíð. Ef hann er enn á samningi þá ætti leikmaðurinn að fá möguleika á að berjast fyrir sætinu sinu.“ „Mesut hefur ekki verið gefinn þessi möguleiki. Afhverju varstu með leikmann á bekknum í 90 mínútur gegn Brighton og Crystal Palace í júní ef hann var ekki í formi eða er ekki klár? Allir sögðu að hann væri að æfa vel. Per Mertesacker sagði það opinberlega.“ Arsenal gaf út að ástæðan fyrir því að sá þýski væri fyrir utan hópinn væri af íþróttalegum ástæðum en umboðsmaðurinn gefur lítið fyrir þær útskýringar. „Ég talaði við minnst fimm samherja hans sem sögðu allir að hann væri að æfa mjög vel. Þeir sögðu að Mesut væri einn af besti leikmönnunum og þeir skildu ekki afhverju hann væri í kuldanum. Svo þetta er ekki æfingarlega séð, ekki á vellinum - svo hverjar eru fótboltalegu ástæðurnar? Ef þú ætlar að tala, segðu þá sannleikann því stuðningsmennirnir eiga ekki skilið neitt annað.“ Mesut Ozil's agent sensationally tells Mikel Arteta to stop LYING to Arsenal fans https://t.co/6OwxNPJb9R— MailOnline Sport (@MailSport) October 23, 2020 Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Erkut Sogut, umboðsmaður Mesut Özil, vandar Mikel Arteta, stjóra Arsenal, ekki kveðjurnar í viðtali við ESPN. Umbinn sakar Arteta um að ljúga að stuðningsmönnum Arsenal. Özil hefur ekki leikið fyrir Arsenal síðan í mars, hann er ekki í leikmannahópi liðsins í Evrópudeildinni og heldur ekki í leikmannahópnum í úrvalsdeildinni. Hann mun því í fyrsta lagi spila leik í janúar. „Stuðningsmenn Arsenal eiga skilið hreinskilna útskýringu frá Arteta. Ekki að hann segi að honum hafi mistekist með Özil. Þér mistókst ekki með Özil; þér mistókst að vera hreinskilinn, heiðarlegur og gegnsær og að meðhöndla leikmanninn með virðingu sem er á samning og hefur verið traustur allan tímann,“ sagði Erkut. „Allir vita að meðhöndlunin hans hefur ekki verið sanngjörn. Hann gaf honum ekki möguleika á að sýna sig á þessari leiktíð. Ef hann er enn á samningi þá ætti leikmaðurinn að fá möguleika á að berjast fyrir sætinu sinu.“ „Mesut hefur ekki verið gefinn þessi möguleiki. Afhverju varstu með leikmann á bekknum í 90 mínútur gegn Brighton og Crystal Palace í júní ef hann var ekki í formi eða er ekki klár? Allir sögðu að hann væri að æfa vel. Per Mertesacker sagði það opinberlega.“ Arsenal gaf út að ástæðan fyrir því að sá þýski væri fyrir utan hópinn væri af íþróttalegum ástæðum en umboðsmaðurinn gefur lítið fyrir þær útskýringar. „Ég talaði við minnst fimm samherja hans sem sögðu allir að hann væri að æfa mjög vel. Þeir sögðu að Mesut væri einn af besti leikmönnunum og þeir skildu ekki afhverju hann væri í kuldanum. Svo þetta er ekki æfingarlega séð, ekki á vellinum - svo hverjar eru fótboltalegu ástæðurnar? Ef þú ætlar að tala, segðu þá sannleikann því stuðningsmennirnir eiga ekki skilið neitt annað.“ Mesut Ozil's agent sensationally tells Mikel Arteta to stop LYING to Arsenal fans https://t.co/6OwxNPJb9R— MailOnline Sport (@MailSport) October 23, 2020
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn