Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen fagna marki Söru BJarkar sem var dæmt af í leiknum á móti Svíþjóð. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Sjá meira