Nicklas Bendtner, sem lék m.a. með Arsenal á sínum ferli, segir að Emmanuel Adebayor hafi verið eini leikmaðurinn sem danski leikmaðurinn þoldi ekki á ferlinum.
Bendtner og Adebayor voru saman hjá Arsenal og lentu þeir meðal annars í miklu rifrildi í bikarleik gegn Tottenham árið 2008.
Danski framherjinn kom víða við á ferlinum en það stendur bara einn upp úr sem Bendtner þoldi ekki.
„Það er einn leikmaður sem ég hef lent upp á kant við og það er Adebayor. Okkur líkaði aldrei vel við hvorn annan. Fyrir utan það náði ég vel saman með flestu,“ sagði Bendtner í samtali við talkSPORT.
„Við sáum við hliðina á hvor öðrum í búningsklefanum. Hann var 25 og ég var 26 og það breyttist. Við rifumst stundum saman í búningsklefanum en stærsta rifrildið átti sér stað þegar við töpuðum gegn Tottenham.“
„Þeir slátruðu okkur 5-1. Við vorum svo lélegir og vonbrigðin að þetta gerðist fyrir hönd stuðningsmanna og félagsins braust út hjá okkur. Við rifumst á vellinum og svo inn í búningsklefanum en daginn eftir vorum við mættir á skrifstofuna hjá Wenger þar sem við vorum sektaðir.“
„Hann útskýrði fyrir okkur að við þurftum að læra hvernig á að líka vel við hvorn annan á atvinnumannastigi. Þetta var góður dagur að læra hvernig á að vinna með einhverjum sem þér líkar illa við,“ sagði Bendtner.
Nicklas Bendtner reveals that Emmanuel Adebayor is the ONLY team-mate he didn't get on with https://t.co/CVEzL4VCas
— MailOnline Sport (@MailSport) October 22, 2020