Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2020 15:13 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/baldur Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33
Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16