Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar.
BBC segir frá því að þetta sé liður í samhæfðum viðbrögðum Bandaríkjanna, Bretlandi, Japan, evrusvæðinu, Kanada og Sviss sem kynnt voru í dag.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, mun halda fréttamannafund í nótt að íslenskum tíma þar sem hann ræðir viðbrögð seðlabankans. Í yfirlýsingu frá bankanum segir að útbreiðslan hafi skaðað samfélög í fjölmörgum löndum og haft truflandi áhrif á efnahagslíf.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði aðgerðir seðlabankans „gleðja sig mjög mikið“, en stýrivextir bankans eru nú á bilinu 0 til 0,25 prósent - lækkun um hálft prósentustig.
Gengi hlutabréfa hafa lækkað mikið á mörkuðum að undanförnu í Bandaríkjunum og víðast hvar annars staðar í heiminum,