„Tíminn var að renna út og við urðum að ná honum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 11:53 Kettlingurinn hafði komið sér í þrönga stöðu. Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira