Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:31 Jordan Pickford endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk með þessari tæklingu í leik Everton og Liverpool um helgina. Getty/John Powell Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira