Allt bendir til öruggs sigurs sósíalista í Bólivíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 07:50 Luis Arce sést hér fyrir miðri mynd fagna sigri með stuðningsmönnum sínum. Getty/Gaston Brito Miserocch Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu. Bólivía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira