Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 19:30 Eplin hjá Jóni eru einstaklega falleg en hann áætlar að hann nái af trjánum 40 til 50 kíló af eplum í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira