Johnson segir litlar líkur á samningi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 15:32 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Breska þingið/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar. Hann sakar ráðmenn í Brussel um að hafa „yfirgefið“ samningaviðræður við Breta og segir að þeir verði að breyta um stefnu. Annars séu viðræður tilgangslausar. Nái Bretar og ESB ekki saman fyrir áramótin eru líkur á því að breskar birgðakeðjur munu raskast verulega og verð hækka. Það mun jafnvel leiða til mikillar óreiðu þar. Það yrði þá á sama tíma og hagkerfi Bretlands hefur þegar tekið á sig mikið högg vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í yfirlýsingu sagði Johnson í dag að Bretar muni undirbúa sig vel og í kjölfarið muni Bretland vaxa og dafna sem frjáls viðskiptaþjóð sem setji sín eigin lög. Í millitíðinni muni ríkisstjórn hans einbeita sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ríkisstjórn Johnson hefur gert breytingar á lögum sem eru í tra´ssi við alþjóðalög og og eru í raun breyting á útgöngusamningi sem ríkisstjórn hans var búin að gera við ESB. Johnson fundaði í dag með forsvarsmönnum ESB í gær og heldur hann því fram að sambandið vilji áfram hafa stjórn á lögum Bretlands og fiskimiðum. Það sé óásættanlegt. Hann sakar ESB sömuleiðis um að hafa neitað að semja af fullri alvöru. Eftir leiðtogafund ESB í Brussel í dag voru skilaboðin þaðan að þeir vildu að viðræður héldu áfram. Hins vegar þyrftu Bretar að endurhugsa einhverjar kröfur, samkvæmt frétt Reuters. Í kjölfarið sagði talsmaður Johnson að með þeim yfirlýsingum væri ESB í raun að stöðva viðræðurnar. Leiðtogar ESB eru þó ekki sannfærðir um það að viðræðum sé lokið og telja mögulegt að um samningabragð Breta sé að ræða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði viðræðurnar ekki hafa strandað á veiðum. Þær hefðu strandað á mun fleiri atriðum en það. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar. Hann sakar ráðmenn í Brussel um að hafa „yfirgefið“ samningaviðræður við Breta og segir að þeir verði að breyta um stefnu. Annars séu viðræður tilgangslausar. Nái Bretar og ESB ekki saman fyrir áramótin eru líkur á því að breskar birgðakeðjur munu raskast verulega og verð hækka. Það mun jafnvel leiða til mikillar óreiðu þar. Það yrði þá á sama tíma og hagkerfi Bretlands hefur þegar tekið á sig mikið högg vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í yfirlýsingu sagði Johnson í dag að Bretar muni undirbúa sig vel og í kjölfarið muni Bretland vaxa og dafna sem frjáls viðskiptaþjóð sem setji sín eigin lög. Í millitíðinni muni ríkisstjórn hans einbeita sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ríkisstjórn Johnson hefur gert breytingar á lögum sem eru í tra´ssi við alþjóðalög og og eru í raun breyting á útgöngusamningi sem ríkisstjórn hans var búin að gera við ESB. Johnson fundaði í dag með forsvarsmönnum ESB í gær og heldur hann því fram að sambandið vilji áfram hafa stjórn á lögum Bretlands og fiskimiðum. Það sé óásættanlegt. Hann sakar ESB sömuleiðis um að hafa neitað að semja af fullri alvöru. Eftir leiðtogafund ESB í Brussel í dag voru skilaboðin þaðan að þeir vildu að viðræður héldu áfram. Hins vegar þyrftu Bretar að endurhugsa einhverjar kröfur, samkvæmt frétt Reuters. Í kjölfarið sagði talsmaður Johnson að með þeim yfirlýsingum væri ESB í raun að stöðva viðræðurnar. Leiðtogar ESB eru þó ekki sannfærðir um það að viðræðum sé lokið og telja mögulegt að um samningabragð Breta sé að ræða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði viðræðurnar ekki hafa strandað á veiðum. Þær hefðu strandað á mun fleiri atriðum en það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira