„Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:31 Teymið á bak við Mynto, þau Heba Fjalarsdóttir, Viktor Grönfeldt Steinþórsson, Viktor Margeirsson, Brynjar Gauti Þorsteinsson og Gunnar Kolbeinsson. Ólafur Alexander Ólafsson Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira