Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2020 14:31 Erik Hamrén er kominn í sóttkví. vísir/vilhelm Allt starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví vegna kórónuveirusmits starfsmanns KSÍ. Í frétt á heimasíðu KSÍ kemur fram að smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi tilkynnt að starfslið landsliðsins þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn landsliðsins þurfa ekki að fara í sóttkví og ekkert bendir til þess að leikurinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld geti ekki farið fram. Ljóst er að Erik Hamrén stýrir íslenska liðinu ekki gegn Belgum. Óvíst er hver verður á hliðarlínunni í stað hans og Freys Alexanderssonar, aðstoðarþjálfara landsliðsins. Auk þeirra Hamréns og Freys er markvarðaþjálfarinn Lars Eriksson, læknar, sjúkraþjálfarar og liðsstjórar íslenska liðsins komnir í sóttkví. Gegn Dönum voru eftirfarandi einstaklingar á skýrslu íslenska liðsins: Erik Hamrén (þjálfari), Freyr Alexandersson (aðstoðarþjálfari), Lars Eriksson (markvarðaþjálfari), Tom Joel (þrekþjálfari), Bjarni Þórður Halldórsson (liðsstjóri), Stefán Hafþór Stefánsson (sjúkraþjálfari), Rúnar Pálmarsson (sjúkraþjálfari), Pétur Örn Gunnarsson (sjúkraþjálfari), Haukur Björnsson (læknir), Friðrik Ellert Jónsson (sjúkraþjálfari) og Sigurður Sveinn Þórðarson (umsjónarmaður). Í morgun kom upp grunur um kórónuveirusmit í umhverfi landsliðsins en greint var frá því á Fótbolta.net. Fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli var borð með drykkjum leikmanna tæmt, öllum drykkjum hellt niður og allur búnaður sótthreinsaður í bak og fyrir. Í kjölfarið fór æfingin fram. Allur búnaður var sótthreinsaður fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun.vísir/vilhelm Ísland er án stiga á botni riðils 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sjö leikmenn eru dottnir út úr íslenska hópnum og það verður því nokkuð breytt lið sem mætir til leiks gegn Belgum sem eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Kári Árnason heldur upp á 38 ára afmælið sitt og er nýbúinn að taka tvö met af formanni KSÍ, Guðna Bergssyni. 13. október 2020 14:00 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Sjá meira
Allt starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví vegna kórónuveirusmits starfsmanns KSÍ. Í frétt á heimasíðu KSÍ kemur fram að smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi tilkynnt að starfslið landsliðsins þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn landsliðsins þurfa ekki að fara í sóttkví og ekkert bendir til þess að leikurinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld geti ekki farið fram. Ljóst er að Erik Hamrén stýrir íslenska liðinu ekki gegn Belgum. Óvíst er hver verður á hliðarlínunni í stað hans og Freys Alexanderssonar, aðstoðarþjálfara landsliðsins. Auk þeirra Hamréns og Freys er markvarðaþjálfarinn Lars Eriksson, læknar, sjúkraþjálfarar og liðsstjórar íslenska liðsins komnir í sóttkví. Gegn Dönum voru eftirfarandi einstaklingar á skýrslu íslenska liðsins: Erik Hamrén (þjálfari), Freyr Alexandersson (aðstoðarþjálfari), Lars Eriksson (markvarðaþjálfari), Tom Joel (þrekþjálfari), Bjarni Þórður Halldórsson (liðsstjóri), Stefán Hafþór Stefánsson (sjúkraþjálfari), Rúnar Pálmarsson (sjúkraþjálfari), Pétur Örn Gunnarsson (sjúkraþjálfari), Haukur Björnsson (læknir), Friðrik Ellert Jónsson (sjúkraþjálfari) og Sigurður Sveinn Þórðarson (umsjónarmaður). Í morgun kom upp grunur um kórónuveirusmit í umhverfi landsliðsins en greint var frá því á Fótbolta.net. Fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli var borð með drykkjum leikmanna tæmt, öllum drykkjum hellt niður og allur búnaður sótthreinsaður í bak og fyrir. Í kjölfarið fór æfingin fram. Allur búnaður var sótthreinsaður fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun.vísir/vilhelm Ísland er án stiga á botni riðils 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sjö leikmenn eru dottnir út úr íslenska hópnum og það verður því nokkuð breytt lið sem mætir til leiks gegn Belgum sem eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Kári Árnason heldur upp á 38 ára afmælið sitt og er nýbúinn að taka tvö met af formanni KSÍ, Guðna Bergssyni. 13. október 2020 14:00 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Sjá meira
Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Kári Árnason heldur upp á 38 ára afmælið sitt og er nýbúinn að taka tvö met af formanni KSÍ, Guðna Bergssyni. 13. október 2020 14:00
Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30
Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47