Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 13:30 Klara Bjartmarz fundar hér með landsliðsþjálfurunum fyrir æfingu landsliðsins í hádeginu. VÍSIR/VILHELM Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“ KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“
KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira